15 Mar2012
Slitastjórn Glitnis hf. tilkynnir hér með að greiðslur til forgangskröfuhafa Glitnis fara fram föstudaginn 16. mars 2012. Á kröfuhafafundi sem haldinn var 31. janúar 2012, kynnti slitastjórn Glitnis tillögu um greiðslur til forgangskröfuhafa, þar sem farið var yfir eftirfarandi þætti:
- forsendur sem yrðu lagðar til grundvallar við greiðslu til forgangskröfuhafa í íslenskum krónum, evrum, bandaríkjadölum, sterlingspundum og norskum krónum (þ.m.t. hvernig hlutfall hverrar myntar er ákvarðað),
- gengið sem notað verður við reikning greiðslna í erlendum gjaldmiðlum úr íslenskum krónum,
- fyrirkomulag greiðslna vegna forgangskrafna, sem ágreiningur er um, inn á geymslureikninga þar til úrlausn um kröfuna liggur fyrir, og
- skilyrðin fyrir greiðslum til kröfuhafa, sem eiga óumdeildar forgangskröfur, þ.m.t. skilyrði um að kröfuhafar skuldbindi sig gagnvart Glitni að endurgreiða mögulegar ofgreiddar fjárhæðir.
Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti ofl. áttu kröfuhafar Glitnis þess kost að mótmæla fyrirhugaðri greiðslutilhögun. Nokkur mótmæli bárust en hafa nú verið leyst eða dregin til baka. Því eru skilyrði þess að greiðsla geti farið fram uppfyllt.
Continue Reading